Skráning hafin í haustferð Álklasans

Haustferð Álklasans verður þann 16. október brottför er úr bænum kl: 12 og áætluð koma til baka er kl: 19. Við ætlum að heimsækja tvö fyrirtæki sem nýta CO2 í sína framleiðslu með mismunandi hætti það eru CRI (metanól) og Bláa Lónið (þörungar) og auk þess heimsækja Stakksberg og heyra um framtíðaráform kísilvinnslu á Reykjanesi. Þá mun OR segja frá áformum um Carbfix í samstarfi við stóriðjuna á Íslandi. Þátttökugjald er 12.000 kr.
Lesa meira

Skýrsla um útflutningstækifæri fyrirtækja í Álklasanum

Það eru tækifæri í loftslagsvænum afurðum, en bæta þarf samkeppnishæfni Íslands á ýmsum sviðum segir í nýútkominni skýrslu. Þegar horft er til útflutnings hjá fyrirtækjum í þeim klasa sem myndast hefur í áliðnaði, varðar miklu að geta átt í viðskiptum við stóriðjufyrirtæki hér á landi. En til þess að áliðnaður og klasinn í kringum málmframleiðslu hér á landi blómstri, þarf að bæta samkeppnishæfni Íslands á ýmsum sviðum. Þetta kemur fram í skýrslu um útflutningstækifæri fyrirtækja í Álklasanum sem er nýkomin út hjá Íslandsstofu, en að henni standa einnig Samál og Álklasinn. Við gerð skýrslunnar var rætt við fulltrúa 33 fyrirtækja sem eru í málmframleiðslu og klasanum í kringum hana. Magnús Júlíusson verkfræðingur hafði umsjón með gerð skýrslunnar.
Lesa meira

Kynning á skýrslu um útflutningstækifæri fyrirtækja tengd áliðnaði

Mikil uppbygging hefur orðið í áliðnaði á undanförnum áratugum og stóriðju vaxið fiskur um hrygg með kísilverum og álþynnuverksmiðju. Þó að fyrirtækin séu fá eru þau öflug á alþjóðavísu og nægir að benda á að Ísland er annað stærst í álframleiðslu í Evrópu á eftir Noregi. Þessi uppbygging hefur rennt stoðum undir öflugan álklasa þar sem hundruð fyrirtækja selja vörur og þjónustu til þessara fyrirtækja. Boðað er til morgunverðarfundar hjá Íslandsstofu þriðjudaginn 10. september, kl. 8:30 – 10:00. Kynnt verður nýútkomin skýrsla um útflutningstækifæri fyrirtækja sem starfa innan álklasans á Íslandi. Skýrslan er unnin af Magnúsi Júlíussyni í samstarfi við Íslandsstofu, Álklasann og Samál.
Lesa meira

Nýsköpunarmót Álklasans haldið í þriðja sinn

Snjallvæðing, loftslagsmál og hringrásarhagkerfið voru ofarlega á baugi á vel sóttu Nýsköpunarmóti Álklasans í hátíðarsal Háskóla Íslands. Þessar sömu áherslur endurspegluðust í þeim nemendaverkefnum sem hlutu hvatningarviðurkenningu Álklasans að þessu sinni. Þetta er í þriðja sinn sem Nýsköpunarmót Álklasans er haldið. Að því standa Álklasinn, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtök iðnaðarins og Samál.
Lesa meira

Nýsköpunarmót Álklasans 2019

Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið þriðjudaginn 19. mars klukkan 14:00 í hátíðarsalnum í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Nýsköpunarmótið er opið öllum og þar verða erindi bæði frá fulltrúum iðnaðarins sem og háskóla- og rannsóknarsamfélagsins. Þá verða veitt hvatningarverðlaun Álklasans til nemenda á háskólastigi sem vinna að verkefnum tengdum áliðnaðinum.
Lesa meira

Snjallvæðing í áliðnaði

Fyrsti fundur verkefnahóps um snjallvæðingu í ál og kísiliðnaði var haldinn 8. febrúar. Markmiðið er að draga fram tækifæri og áskoranir þessu tengd og að hópurinn skili af sér tillögum sem geta nýst til sóknar á þessu sviði. Í verkefnahópnum eru helstu hagaðilar á þessu sviði auk stuðningsumhverfisins.
Lesa meira

Jólafundur - málstofa um óvirk rafskaut

Jólafundur Álkasans var haldinn í gær og við það tilefni hélt Dr. Guðmundur Gunnarsson fagstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands erindi um fræðin á bak við óvirk rafskaut. En óvirk rafskaut eða "inert electrodes" er framþróun í álframleiðslutækni sem lengi hefur verið leitast eftir að ná tökum á.
Lesa meira

Nýsköpunarmót Álklasans 2019 - Takið daginn frá!

Nýsköpunarmót Álklasans 2019 verður haldið 19. mars 2019 í hátíðarsal Háskóla Íslands kl: 14:00 -17:00. Dagskrá verður kynnt þegar nær dregur.
Lesa meira

Becromal og PCC heimsótt í haustferð Álklasans

Árleg ferð Álklasans var að þessu sinni norður á Húsavík og Akureyri þar sem 50 þátttakendur nutu getsrisni PCC og Becromal. Á Húsavík var verksmiðja PCC skoðuð og hlýtt á kynningar um hið margþætta samstarfsverkefni sem fylgir slíkri uppbyggingu. Á Akureyri tók Becromal á móti okkur og kynnti sitt framleiðslu ferli og sögu og gáfu leiðsög um verksmiðjuna auk þess sem samstarfsaðili þeirra Rafeyri rakti sögu sína og hvernig vöxur þess fyrirtækis hefur orðið í tengslum við þjónustu við Becromal.
Lesa meira

Aðalfundur Álklasans

Aðalfundur Álklasans var haldinn í morgun. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstöf. Fundurinn samþykkti 10% hækkun á aðildargjöldum klasans en klasagjöld hafa verið óbreytt frá stofnun klasans 2015.
Lesa meira